"LÍFIÐ ER TIL AÐ NJÓTA OG SKAPA" Dr. Siggú
UMSAGNIR
Viðskiptavina
PÉTUR KÚLD - Verktaki
Ég sótti um markþjálfun hjá dr. Siggú. Sú markþjálfun hefur hjálpað mér gríðarlega í lífi og starfi. Hennar nálgun er einlæg og markviss á þarfir þeirra sem koma til hennar. Líðanin er allt önnur eftir hvern tíma. Gull af konu.
VÍÐIR ÞÓR ÞRASTARSON, Heildrænn – meðhöndlari, kennari og þjálfari.
Siggú er sterkur íþróttanuddari. Hún er mjög næm á hversu djúpt á að vinna hverju sinni, hittir á rétta staði og punkta, býr yfir góðu flæði og skilar alltaf af sér góðu nuddi. Hún er í senn mjög kröftug en einnig nærgætin og er fyrir vikið úrvals íþróttanuddari. Ég mæli heilshugar með íþróttanuddi hjá Siggú.
LÚTHER ÓLASON - Byggingartæknifræðingur
Ég hef verið að koma í nudd hjá Dr.Siggú. Hún ekki bara besti nuddarinn í bænum, heldur er þetta líka alltaf skemmtilegt og uppbyggilegt. Með reynslu úr fittnes og lífsstílsráðgjöf. Þvílíkt lán að kynnast þessari konu.