HVERNIG LÍF LANGAR ÞIG AÐ SKAPA ÞÉR?

HVAÐ LÆTUR ÞIG NJÓTA LÍFSINS TIL FULLS?

Dr. Siggú er matvælafræðingur (PhD), heilsumarkþjálfi, og nuddari. Siggú hefur náð öllum þeim markmiðum sem hún hefur sett sér í gegnum tíðina, og langar til þess að hjálpa þér að ná sama árangri. „Það er allt hægt og þá meina ég ALLT!“

Siggú leggur áherslu mikilvægi þess að hafa skýra sýn á hvert maður stefnir, lifa heilbrigðum lífsstíl, og að vera frjáls undan skoðunum annarra. Hún hefur þróað aðferð við að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl og ná sínum markmiðum, hvort sem þau eru stór eða lítil. Hún notar einstaklingsmiðaða nálgun notar markþjálfun og ráðgjöf til að ná fram því besta hjá fólki.

Siggú er líka nuddari og hvetur fólk til að koma reglulega í nudd til að losa streitu, upplifa vellíðan og mýkja vöðvana. Nudd er ein elsta og virtasta meðhöndlun sem fyrirfinnst. Markmið hjá Siggú er að koma nuddþega í djúpslökunarástand í slökunarnuddi þannig að hann nái að sleppa öllum áhyggjum og allri streitu, og upplifa algjöra vellíðan. Í íþróttanuddinu er markmiðið að losa um alla hnúta og spennu þannig að vöðvarnir verða betur í stakk búnir til að takast á við meiri átök. Reglulegt nudd hefur víðtæk jákvæð áhrif, mýkir vöðva, losar spennu, minnkar streitu og gefur nuddþega almennt aukna vellíðan. Siggú bíður uppá fleirri sérhæfðar nuddtegundir, sem stuðla allar á einhvern hátt að bættri heilsu og líðan.

„Hamingja er stöðugt flæði af jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Að láta sér líða vel ætti að vera okkar helsta markmið í lífinu, þannig fer af stað jákvæð sköpun og vð upplifum hamingju.“

Siggú hjálpar þér að upplifa vellíðan og hamingju, og að skapa þér það líf sem þig langar.

Vertu hjartanlega velkomin í markþjálfun, lífsstílsráðgjöf og/eða nudd hjá Dr. Siggú, hún tekur vel á móti þér.