top of page
HUGLEIÐSLA
& Nudd
Slökun á líkama og sál er mikilvægur
þáttur í mótun heilbrigðs og
hamingjusams einstaklings.
Þetta þekkir Dr. Siggú.
ERT ÞÚ AÐ LIFA ÞÍNU BESTA LÍFI?
HUGUR | LÍKAMI | ANDI
Hjá Dr. Siggú getur þú upplifað fullkomna slökun. Siggú hefur stundað nám í Heilsunuddi í Fjölbraut í Ármúla og hefur m.a. lokið Vöðvafræði og Ilmkjarnaolíufræði, ásamt fjölda nuddtegunda.
Leyfðu Dr. Siggú að hjálpa þér að slaka á og njóta.
Eftirfarandi tegundir af nuddi eru í boði.
Slökunarnudd
Slökunarnudd er djúpt og mýkjandi nudd, sem hefur víðtæk áhrif á vöðva líkamans og almenna líðan þína. Í slökunarnuddi er markmið að koma nuddþega í djúpslökunarástand svo hann nái að sleppa tökunum á öllu daglegu amstri og allri spennu, og þreytu, og finna vel fyrir því vellíðunarástandi sem slökunin gefur. Stundum þarf fólk að tala og deila til að létta af sér og ná þannig að slaka betur á, það er velkomið. Aðrir vilja njóta nuddsins í þögn til að ná djúpslökunarástandi.
Íþróttanudd
Íþróttanudd er sniðið að þörfum íþróttamanna þar sem lögð áhersla er á að nudda við upptök og festur vöðva. Markmið er að fara djúpt og vel í vöðvana, losa um hnúta og auka blóðflæðið, sem hefur þau áhrif að vöðvarnir mýkjast. Reglulegt íþróttanudd hefur þau áhrif til lengs tíma að vöðvarnir lengjast og verða fallegri, og auðveldar vöðvunum að stækka.
Svæðanudd (Reflexology)
Svæðanudd eða svæðameðferð er aðferð notuð í óhefðbundnum lækningum til þess að örva taugaenda í höndum og fótum með því að þrýsta á þá og á þessi aðferð að lækna hina ýmsu kvilla. Egyptar, Indíánar og Kínverjar hafa notað þessa aðferð í gegnum aldirnar en það var ekki fyrr en á 19. öld sem þessi aðferð fór að njóta vinsælda í hinum vestræna heimi.
Sogæðanudd
Sogæðanudd er sérhæft nudd þar sem markmið er að koma hreyfingu á sogæðakerfið þ.e. að koma sogæðavökvanum að næsta eitlakerfi. Sogæðakerfið er hreinsikerfi líkamans. Sogæðar eru grannar rásir sem mynda sérstakt æðakerfi um allan líkamann tengdar við eitla með reglulegu millibili. Sogæðar safna vessa úr líkamanum sem er umfram vökvi og alls kyns óþarfa efni, og koma þeim til eitlanna sem sía hann og fjarlægja úr honum óhreinindi. Eitlar eru í hálsi, handarkrikum og nára og inni í brjóstholi og kviðarholi. Sogæðakerfið hefur enga pumpu líkt og blóðrásakerfið, og á því til að hægja á sér og jafnvel stíflast. Þá getur myndast bjúgur og alls kyns vandamál í líkamanum gera vart við sig.
HUGLEIÐSLA MEÐ DR. SIGGÚ
Hjá Dr. Siggú getur þú lært að leiða hugan frá áhyggjum hversdagsins í átt að innri frið.
Hér fyrir neðan getur þú fyndið myndbönd með leiðbeiningum um hugleiðslu.
bottom of page