DRAUMAKORT

Draumakort er vegvísir að framtíðinni. Þar setur þú myndir af öllu sem þig dreymir um að verði að veruleika í þinni framtíð. Kannski viltu klífa fjall, þá getur þú haft mynd af manneskju á toppi tindar. Kannski langar þig í heimsreisu, þá hefur þú mynd af heiminum eða myndir frá ýmsum löndum. Ef þú vilt komast í geggjað form, hefur þú mynd af manneskju í geggjuðu formi, o.s.frv. Gott er að skoða Draumakortið á hverjum degi og minna sig þannig á hvert maður stefnir, og tengja við tilfinninguna um að hafa náð þessum markmiðum daglega. Því oftar, lengur og dýpra sem þú viðheldur þeirri tilfinningu, því fyrr verða draumar þínir að veruleika.

Við erum sjálf að skapa okkar líf, enginn annar.

Við erum sjálf að skapa okkar líf, enginn annar. Við erum ekki fórnarlömb aðstæðna. Við berum fulla ábyrgð á öllum þáttum lífs okkar. Annað hvort getum við tekið stjórnina og valið hvernig okkar framtíð verður, eða við látum aðstæður og annað fólk stjórna því hvað gerist í okkar lífi. Við þurfum að vita hvað við viljum og ákveða hvert við viljum stefna ef við ætlum okkur að skapa okkar framtíð sjálf. Ef við gerum það ekki endum við bara einhvers staðar.

Siggú bjó sér til Draumakort þegar hún var um þrítugt, á 10 árum náði hún öllum markmiðunum sem hún hafði sett á Draumakortið. Ég kláraði doktorspróf, eignaðist þrjú börn, keypti einbýlishús, öðlaðist hugarró, græddi pening og kom mér í besta form lífs míns. Hér að neðan er mynd af upphaflega Draumakortinu, og við hliðiná því sett ég raunverulegar myndir sem sýna árangurinn sem ég náði á 10 árum. Það kom viðtal við Siggú í Smartland um jólin 2019 þar sem hún segir frá þessara vegferð – sjá viðtal hér.

Dr. Siggú er að hanna námskeið í Draumakortagerð. Hægt verður að skrá sig á námskeiðið innan skamms.