HUGLEIÐSLA

Að hugleiða er frábær leið til þess að ná að kyrra hugann og ná góðri slökun. Dagleg hugleiðsla skilar sér í út í allt annað í lífinu á jákvæðan hátt. Það gefur aukin skýrleika í hugsun, meiri ró, meiri vellíðan og stuðlar að aukinni velgengni á öllum öðrum sviðum lífsins.

Hugleiðsla er ekki eitthvað rosa flókið zen ástand sem er aðeins ætlað Tíbeskum munkum á munkaklaustrum. Þvert á móti þá er þetta mjög einföld leið fyrir ósköp venjulegt fólk til að hægja á huganum, ná góðri slökun og vellíðunarástandi. Í vel heppnaðri hugleiðslu nær fólk að upplifa sig algjörlega í núina, í fullkominni tengingu við náttúruna og æðri mátt, það má líkja þeirri tilfinningu við alsælu. Auðvitað næst sú tilfinning ekki í hvert sinn við hugleiðslu, en því oftar og lengur sem fólk hugleiðir því auðveldara verður það fyrir fólk að ná þessari tilfinningu. Þetta er vöðvi sem hægt er að þjálfa nákvæmlega eins og vöðvarnir í líkamanum okkar.

Margir gefast fljótt upp þegar þeir byrja að reyna að hugleiða vegna þess að því finnst eins og það sé gjörsamlega vonlaust að kyrra hugan. En þetta er bara spurning um að reyna oftar og gefast ekki upp, þetta kemur á endanum, eins og allt annað sem maður leggur sig fram við. Eina leiðin til að mistakast er að gefast upp.

Hér eru tvær leiddar hugleiðslur eftir Siggú sem þú getur prófað:

Hugleiðsla 1 Smelltu hér til að sækja

Hugleiðsla 2 Smelltu hér til að sækja