LÍFSSTÍLL

Þinn lífsstíll er grunnurinn að öllu öðru í þínu lífi. Lífstíllinn þinn er það sem leiðir þig að draumum þínum, eða dregur þig lengra frá þeim. Að hafa aga í lífsstílnum skilar sér margfalt út í lífið. Lífsstíll er hvernig þú hagar þínum daglega lífi, hvernig þú býrð, hvað þú gerir dag frá degi o.s.frv. Lífsstíll er í raun ekkert annað er röð af venjum sem þú hefur tamið þér í þinni daglegu rútínu. Heilbrigður lífsstíll er þegar venjurnar eru af þeim toga að þær stuðla að bættri heilsu, betri líðan og meiri velgengni.

Hollt mataræði, reglubundin hreyfing, góður svefn, andleg iðkun og reglulegt nudd, er allt hluti af heilbrigðum lífsstíl. Þessir þættir stuðla að heilsusamlegra lífi, bættri líðan og heilt yfir meiri hamingju og velgengni.

Það er alltaf hægt að breyta lífsstílnum til hins betra, og oft þarf bara að breyta pínulitlu atriði sem breytir allri framtíðinni þinni þegar til langs tíma er litið. T.d. ef þú skiptir út að fá þér epli í staðinn fyrir kleinuhring í kaffitímanum, mun það leiða til þess eftir nokkur ár að þú ert heilsuhraustari en þú hefur ella verið með kleinuhringinn inni, og marktækt minni hættu á að fá hjarta-og æðasjúkdóma. Það er ótrúlegt hvað svona lítil atriði hafa mikið að segja.

Fólk upplifir það stundum þannig að það sé alveg vonlaust að venja sig af slæmum siðum eins og að borða nammi, reykja eða fara seint að sofa. Það upplifir algjört stjórnleysi þegar kemur að þessum þáttum. En það er ekki rétt, það er vel hægt að venja sig af ósiðum, það þarf bara aðeins að hafa fyrir því.

Það er auðvelt að venja sig á slæman sið, en það er erfitt að lifa með honum. T.d. er auðvelt að venja sig á að vaka lengi frameftir að horfa á sjóvarpið og borða nammi á meðan. En afleiðingarnar þreyta og orkuleysi daginn eftir, og þyngdaraukning. Það er erfitt að venja sig af þessum sið þ.e. hafa agan í að láta nammipokan vera, og fara fyrr í háttinn. En sá siður myndi leiða til meir orku og léttara lífi. Þegar maður hefur svo vanið sig á betri siði þá hefur maður ekkert fyrir því og nýtur þess bara, laus við allan söknuð á gamla slæma munstrinu, og upplifir algjört frelsi frá því.

Það er  gott að skipta út einum góðum sið í staðinn fyrir einn slæman sið í einu, og þannig venja sig markvisst á heilbrigðari lífsstíl. T.d. að hætta að horfa á sjónvarpið á kvöldin og lesa frekar fræðandi bók, hætta að borða nammi og fá sér ávexti og möndlur í staðinn, hætta að snooza á morgnanna og fara frekar strax á fætur og gera hugleiðslu eða morgunskokk, eða mæta í ræktina í staðinn fyrir að spila tölvuleik. Svona jákvæðar venjur bæta lífsgæði manns margfalt. Auðvitað má leyfa sér að gera hina hlutina eins og að borða nammi, spila tölvuleika og vaka frameftir. En það á bara að vera sparí en ekki í daglega munstrinu. Þegar þessir hlutir eru sparí t.d. bara einu sinni í vikur “á nammidag”, þá nýtur fólks þess mun betur og þarf ekki að hafa neitt samviskubit af því eitt og eitt skipti sakar ekki þegar á heildina er litið. Í raun er það bara hollt af því það er nauðsynlegt fyrir okkur að rasa aðeins út og gera okkur dagamun, eftir það er maður betur í stakk búin til að halda áfram heilbrigða lífsstílnum. Þumalputtaregla er að gera bara þann ósið sem manni finnst skemmtilegast að gera, eða fá sér bara það sem manni finnst best af óhollu að borða. Ekki fá þér einhverja smáköku bara af því hún er fyrir framan þig, heldur veldu sérstaklega þína uppáhalds smákökur og planaðu að fá þér þær sérstaklega á nammideginum þínum. Ekki glápa á imban á bara eitthvað sem er í gangi þá stundina, heldur skipulagðu að horfa á þinn uppáhaldsþátt eða mynd. Þannig nýtur maður þess mun betur að gera sér dagamun.

Lífsstíllinn þinn er grunnurinn að öllu öðru lífi einstaklings. Það ætti að vera markmið allra að lifa heilbrigðum lífsstíl ef að fólk vill vera hamingjusamt og njóta velgengni.

Siggú vill hálpa þér að ná betri árangri í þínum lífsstíl. Siggú notar sína þekkingu og reynslu til að hjálpa þér að feta þá leið sem þú vilt fara með þinn lífsstíl. 

 

 

Lífsstílsráðgjöf

Markþjálfun