MARKÞJÁLFUN

VILT ÞÚ LÁTA DRAUMANA ÞÍNA RÆTAST? VILT ÞÚ SJÁ OG UPPLIFA ÞÍNAR INNSTU VÆNTINGAR OG ÞRÁR?

Markþjálfun er viðurkennd samtalstækni sem miðar að því að hjálpa fólki að átta sig á því hvað það vill fá eignast, áorka og/eða upplifa í lífinu sínu. Í hverju samtali er fjallað um ákveðið afmarkað efni sem ákveðið er í upphafi samtals. Bróðurpartur samtalsins er svo vitundarsköpun þar sem að marksækjandi (sá sem er í markþjálfun) dregur upp mynd af því sem hann vill sjá gerast í framtíðinni, og í lok samtalsins er búin til aðgerðaráætlun.

Siggú hefur þróað ákveða tækni þar sem hún notar markþjálfun til að hjálpa fólki að láta drauma sína rætast. Til þess að þetta sé hægt er auðvitað grunvallaratriði að fólk vita hvað það vill. Það þarf að byrja á því að komast að því, það getur verið áskorun og krefst bæði hugrekkis og einbeitingar. Þegar vitundasköpunin er orðin skýr og afmörkuð þá er komið að því að búa til aðgerðaráætlum. Mikilvægt er að marksækjandi upplifi á eins skýran og sterkan hátt og unnt er að það sem hann óskar þér sé orðið að veruleika. 

Þetta er magnað ferðalag sem að kveikir á öllum skynfærunum og lætur þig upplifa drauma þína eins og þeir séu orðnir að veruleika. Þessi aðferð eykur líkurnar margfalt á því að marksækjandi áorki, eignist eða upplifi drauma sína í raunveruleikanum, og mun fyrr en annars hefði orðið.

“Lykillinn er að fara tilfinningalega á þann stað þar sem allir draumar þínir eru orðnir að veruleika.”

 

 

MARKÞJÁLFUN 

60 mín markþjálfun, viðtal – 13.000 kr.