NUDD HJÁ SIGGÚ

HVENÆR FÉKKST ÞÚ SÍÐAST GOTT NUDD?

Siggú bíður uppá slökunarnudd, íþróttanudd, svæðameðferð og sogæðanudd. Þetta eru mismunandi gerðir af nuddum þar sem ásetningurinn er mismunandi. Íþróttanuddið er sérstaklega vinsælt þar sem að Siggú getur farið mjög djúpt og á auðvelt með að finna trigger punkta sem þarf að losa um. Slökunarnuddið er einnig mjög vinælt hjá Siggú, þar sem ásetningur er að nuddþegi upplifi hámarks vellíðan og slökun. Hinar gerðirnar eru ekki jafn algengar en geta þó verið mjög árangursríkar og slakandi.

Nuddstofa Dr. Siggú er staðsett við Ármúla 29, í sama húsi og ÞÞorgrímsson. Aðstaðan er notalegt herbergi með nuddbekk, tveimur sófastólum og borði, skrifborði og skrifborðsstól. Á veggjum eru vísindaleg kort sem sýna mismunandi kortlagningu á mannslíkama s.s. vöðvauppbyggingu, trigger punkta kort, fræðsla um DNA o.s.fr. Einnig er fallegur spegill, myndir og doktorsskírteini Siggú. Þá eru verðlaunagripir hennar úr fitnessinu til sýnis, auk annarra fallegra muna. Margir sem koma inn í herbergið segja að þeir finna fyrir mikilli og jákvæðri orku inní herberginu.

“Ég gjörsamlega elska að nudda, og ég elska að vera inní nuddherberginu mínu. Ég fer í yndislegt flæði og núvitund þegar ég nudda slökunarnudd. Ég fer í svona hálfgerðan trans, og upplifi vellíðan með nuddþeganum. Ég er mjög næm á hvernig nuddþeganum líður í nuddinu, og nota innsæið til að gera nuddið eins ánægjulegt og hægt er. Í íþróttanuddinu er allt önnur orka, þá er ég oft með meira upbeat tónlist, og tala meira við nuddþegan um nuddið, til að koma til móts við þarfir hans og hitta á alla réttu punktana. Ég vinn djúpt á trigger punkta, en þó ekki þannig að nuddþegi streiti á móti og haldi í sér andanum, lykilatriði er að nuddþegi nái að slaka og anda þegar þrýst er á trigger punkta til að losa um fasta spennu og bólgur í vöðvum og vöðvafestum. Það er nauðsynlegur hluti af lífsstíl íþróttamanna að koma reglulega í íþróttanudd til að vöðvarnir nái að endurnýjast, stækka og slaka á milli átaka. Svæðameðferð og sogæðanudd eru báðar mjög slakandi og notalegar meðferðir, þar sem ásetningur er annars vegar að vinna með ákveðin líkamskerfi tengd punktum á fótum, og hins vegar til að koma flæði á sogæðakerfið sem á það til að hægjast þar sem að það er engin pumpa fyrir kerfið, líkt og fyrir blóðrásina. Þessar meðferðir eru ekki jafn vinsælar og slökunar og íþróttanuddið en geta þó verið mjög árangursríkar.”

Vertu hjartanlega velkomin í nudd hjá Siggú. Þú átt það allra besta skilið.