SOGÆÐANUDD

VANTAR ÞIG LAUSN VIÐ BJÚGMYNDUN, APPELSÍNUHÚÐ OG/EÐA SVEFNVANDAMÁLUM ?

Sogæðanudd er sérhæft nudd þar sem markmið er að koma hreyfingu á sogæðakerfið þ.e. að koma sogæðavökvanum að næsta eitlakerfi. Sogæðakerfið er hreinsikerfi líkamans. Sogæðar eru grannar rásir sem mynda sérstakt æðakerfi um allan líkamann tengdar við eitla með reglulegu millibili. Sogæðar safna vessa úr líkamanum sem er umfram vökvi og alls kyns óþarfa efni, og koma þeim til eitlanna sem sía hann og fjarlægja úr honum óhreinindi. Eitlar eru í hálsi, handarkrikum og nára og inni í brjóstholi og kviðarholi. Sogæðakerfið hefur enga pumpu líkt og blóðrásakerfið, og á því til að hægja á sér og jafnvel stíflast. Þá getur myndast bjúgur og alls kyns vandamál í líkamanum gera vart við sig.

Sogæðavökvinn liggur rétt undir yfirborði húðarinnar og því er nuddað mjúkt og létt til að hreyfa við honum, öfugt við það þegar nuddað er á bólgum í vöðva. Sogæðanuddið er sérstaklega gott fyrir útlosun úrgangsefna, er róandi og oft gott að taka inn á milli dýpri vöðvanudda.

Ávinningar sogæðanudds eru margvíslegir s.s. minnkar uppsöfnun vökva og eiturefna í líkamanum, styrkir ónæmiskerfið, veitir slökun, bætir svefn, minnkar appelsínuhúð, hreinsar mjólkursýru úr vöðvum, minnkar bólgur og afeitrar líkamann og hjálpar við endurnýjun á vefum og frumum, hvetur til þyngdartaps og eykur almenna vellíðan.

75 mín sogæðanudd – 16.000 kr.