SVÆÐANUDD (Reflexology)

VILT ÞÚ LAUSN FRÁ LÍKAMLEGUM KVILLUM SEM TRUFLA ÞIG Í ÞÍNU DAGLEGA LÍFI T.D. MELTINGARVANDRÆÐI, OG/EÐA HÖFUÐVERKI?

Svæðanudd eða svæðameðferð er aðferð notuð í óhefðbundnum lækningum til þess að örva taugaenda í höndum og fótum með því að þrýsta á þá og á þessi aðferð að lækna hina ýmsu kvilla. Egyptar, Indíánar og Kínverjar hafa notað þessa aðferð í gegnum aldirnar en það var ekki fyrr en á 19. öld sem þessi aðferð fór að njóta vinsælda í hinum vestræna heimi. 

Aðferðin sem notuð er beinist að því að örva taugaenda í höndum og fótum með því að þrýsta á þá. Þar sem að hugmyndin á bakvið svæðanuddi segir að allir líkamshlutar og líffæri eigi sér samsvörun í höndum og fótum þá er þrýstingi beitt á það svæði sem þarfnast bata með því að ýta á taugaenda á réttum stað í fótum/höndum. Hvert líffæri, innkirtlar og öll starfsemi líkamans í heild hefur taugaenda sem er að finna í höndum eða fótum og með því að beita þá þrýstingi er hægt að hafa áhrif á starfsemi þess svæðis sem átt er við. Samspil orkurása, kenningar um orkubrautir og punkta á orkubrautum eru einnig viðfangsefni svæðameðferðar.

Með því að nota svæðameðferð vill fólk meina að hægt sé að lækna hina ýmsu sjúkdóma og kvilla með því að þrýsta á rétta punkta í höndum og fótum. Ef fólk þjáist til dæmis af hægðatregðu þá myndi svæðanuddari þrýsta á þann punkt í fótum sem samsvaraði til þarmanna eða þar sem að taugaendar þarmanna liggja. Við þetta áreiti á taugaendann myndi svæðanuddarinn hafa áhrif á svæðið sem yrði til þess að hægðatregðan myndi hætta.

50 mín svæðanudd – 14.000 kr.